Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. maí 2018 17:30
Ingólfur Stefánsson
„Engir veikleikar hjá Loftus-Cheek"
Loftus-Cheek er að fara á HM í Rússlandi
Loftus-Cheek er að fara á HM í Rússlandi
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, telur að Ruben Loftus-Cheek geti orðið mikilvægur leikmaður fyrir England í framtíðinni þar sem það séu engir veikleikar í leik hans.

Loftus-Cheek er í leikmannahóp Englendinga fyrir HM í Rússlandi í sumar eftir góða spilamennsku með Crystal Palace í vetur.

Þessi 22 ára miðjumaður var maður leiksins í 0-0 jafntefli Englands og Þýskalands í nóvember og Hodgson telur að hann muni slá í gegn með landsliðinu.

„Í þeim leikjum sem hann spilaði með okkur var hann alltaf meðal bestu leikmanna. Við erum með Zaha en Ruben hefur ekki gefið honum neitt eftir."

„Ég hef ekki unnið með mörgum leikmönnum sem eru betri en Ruben Loftus-Cheek. Hann á möguleika á því að verða topp leikmaður bæði með félagsliði sínu og landsliðinu. Það eru engir veikleikar í leik hans."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner