Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 19. maí 2018 18:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski bikarinn: Chelsea meistari (Staðfest)
Titlalaust tímabil hjá Manchester United
Hazard skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu.
Hazard skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Sanchez skoraði rangstöðumark, lengra komst United ekki.
Sanchez skoraði rangstöðumark, lengra komst United ekki.
Mynd: Getty Images
Chelsea 1 - 0 Manchester Utd
1-0 Eden Hazard ('22 , víti)

Chelsea er enskur bikarmeistari í fótbolta eftir sigur á Manchester United í úrslitaleik á sólríkum laugardegi á Wembley í Lundúnum.

Pjúra vítaspyrna
Chelsea byrjaði leikinn vel og stjórnaði fyrstu mínúturnar, en það dró fyrst til tíðinda á 22. mínútu. Þá slapp Eden Hazard í gegn og var kominn í mjög álitlega stöðu áður en hann var felldur innan teigs af varnarmanni United, Phil Jones.

Michael Oliver, dómari leiksins, var í engum vafa og benti á vítaspunktinn. Endursýningar sýndu að dómurinn var réttur. Hazard steig sjálfur á punktinn og hann skoraði af gífurlegu öryggi.


Fyrri hálfleikurinn var rólegur eftir þetta mark. United átti góða sókna undir lok fyrri hálfleiksins, meira var það ekki.

Það vakti athygli að Jose Mourinho, stjóri Man Utd, skyldi engar breytingar gera í hálfleik, hann hélt í sama lið. Þó byrjuðu þeir rauðklæddu frá Manchester-borg seinni hálfleikinn vel og pressuðu stíf á bláklædda Lundúnarbúa.

Alexis Sanchez skoraði rangstöðumark eftir að Thibaut Courtois hafði varið frábærlega um miðjan seinni hálfleikinn, en það var besta færi United í leiknum á marki.

Lokatölurnar á Wembley 1-0 fyrir Chelsea sem er bikarmeistari. Man Utd fer titlalaust í gegnum tímabilið.


Athugasemdir
banner
banner
banner