Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 19. maí 2018 18:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsti bikarúrslitaleikurinn sem Mourinho tapar
Mynd: Getty Images
Oft er sagt um Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United, að hann sé titlaóður.

Það er ekki hægt að segja það um hann á þessu tímabili þar sem Man Utd fer í gegnum það án þess að vinna einn einasta titil.

Man Utd var að tapa bikarúrslitaleik gegn Chelsea.

Þetta tap er athyglisvert í ljós þess að þetta er fyrsti bikarúrslitaleikurinn sem Mourinho tapar á Englandi, að fráskildum Samfélagsskildinum. Mourinho hafði farið í síðustu fimm bikarúrslitaleiki sína og unnið, en í dag tapaði hann.

Mourinho stýrði Chelsea tvisvar áður en hann tók við United af Louis van Gaal sumarið 2016.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner