Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. maí 2018 10:30
Ingólfur Stefánsson
Gunnleifur spilaði sinn 400. leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, spilaði í gærkvöldi sinn 400. leik í deildarkeppni á Íslandi í 1-1 jafntefli gegn KR.

Gunnleifur sem er 42 ára gamall er einungis þriðji knattspyrnumaðurinn sem nær þessum áfanga. Gunnar Ingi Valgeirson hefur spilað 417 leiki og Mark Duffield 400.

Gunnleifur hefur spilað 265 af 400 leikjum sínum í úrvalsdeildinni þar sem hann er sá sjötti leikjahæsti frá upphafi. Óskar Örn Hauksson sem spilaði fyrir KR í leiknum í gær varð sá þriðji leikjahæsti í sögu úrvalsdeildarinnar en hann lék sinn 269. leik.

Þeir einu sem hafa spilað fleiri leiki en Óskar í efstu deild eru markvörður­inn Birk­ir Krist­ins­son sem lék 321 leik með ÍBV, Fram, ÍA og KA og Kefl­vík­ing­ur­inn Gunn­ar Odds­son sem lék 294 leiki með Kefla­vík, Leiftri og KR.



Athugasemdir
banner
banner