Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 19. maí 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hazard: Er ekki nægilega sjálfselskur til að vinna Ballon d'Or
Eden Hazard.
Eden Hazard.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard, leikmaður Chelsea, telur að hann eigi ekki möguleika á því að vinna gullknöttinn (e. Ballon d'Or).

Hazard er frábær fótboltamaður, en hann telur sig ekki geta unnið þessi virtu verðlaun þar sem hann er ekki nægilega sjálfselskur.

„Kannski er það rétt (að ég sé ekki nægilega sjálfselskur)," sagði Hazard við BBC Sport en faðir hans hefur talað fyrir því að sonur sinn sé ekki nægilega sjálfselskur.

„Í fótboltanum í dag ef þú vilt vinna verðlaun eins og til dæmis Ballon d'Or þá þarftu að vera sjálfselskur. En ég er ekki þannig, ég er bara eins og ég er."

Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa einokað Ballon d'Or verðlaunin frá árinu 2009. Báðir hafa þeir unnið þau fimm sinnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner