lau 19. maí 2018 10:00
Ingólfur Stefánsson
Iniesta til Manchester City?
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í slúðurpakkanum þennan laugardagsmorgun. BBC tók saman.

Spánverjinn Mikel Arteta er búinn að samþykkja tilboð Arsenal um að verða nýr stjóri liðsins. (Goal.com)

Ef að Arteta yfirgefur Manchester City vill Pep Guardiola fá Andrés Iniesta sem spilandi varaþjálfara. (Yahoo)

Southampton og Wolves hafa áhuga á Joe Hart markmanni Manchester City en West Ham hafa ekki áhuga á því að hafa hann áfram á láni. (Mirror)

Leicester vilja fá Jonny Evans frá West Brom en hann gæti verið of dýr fyrir liðið. (Mail)

Stoke vilja fá David Moyes sem næsta þjálfara eftir að Paul Lambert yfirgaf félagið. (Sun)

Mick McCarthy hefur lýst yfir áhuga á stjórastarfinu hjá Stoke. (Telegraph)

Frank de Boer og Graham Potter, þjálfari Ostersund í Svíþjóð, eru taldir líklegastir til þess að taka við Swansea. (Guardian)

Wayne Rooney er að íhuga tilboð frá DC United í MLS deildinni. (Mail)

Antonio Conte telur að hann gæti verið rekinn frá Chelsea jafnvel þó liðinu takist að vinna FA bikarinn í dag. (Mirror)

Massimiliano Allegri segir að hann hafi aldrei ætlað sér neitt annað en að vera áfram hjá Juventus en þjálfarinn hefur verið orðaður við Arsenal. (London Evening Standard)

Arsene Wenger gæti hætt í þjálfun og fengið starf sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Paris St. Germain. (Mirror)

Roy Hodgson segir að enski miðjumaðurinn Ruben-Loftus Cheek sé einn besti leikmaður sem hann hefur unnið með. (Times)

Brendan Rodgers segir að hann hefði verið rekinn frá Liverpool jafnvel þó liðið hefði unnið ensku úrvalsdeildina undir hans stjórn. (Times)a
Athugasemdir
banner
banner
banner