Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 19. maí 2018 14:35
Ingólfur Stefánsson
Inkasso: Dramatískur sigur Magna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni 1-0 Víkingur Ó.
1-0 Bjarni Aðalsteinsson (90')

Magni og Víkingur Ólafsvík mættust í eina leik dagsins í Inkasso deild karla. Leik Þórs og Njarðvíkur var frestað til mánudags.

Staðan í hálfleik var markalaus þrátt fyrir að bæði lið hafi fengið tækifæri til þess að skora.

Síðari hálfleikur fór rólega af stað en eftir um klukkutíma leik átti Bjarni Aðalsteinsson aukaspyrnu sem Mancilla varði vel í marki Víkinga.

Liðin skiptust á að sækja en hvorugu liðinu tókst þó að brjóta ísinn fyrr en á 90. mínútu.

Þá skoraði Bjarni Aðalsteinsson sigurmark leiksins fyrir Magna og tryggði þeim sinn fyrsta sigur í Inkasso deildinni í sumar.

Magnamenn fá sín fyrstu stig í Inkasso deildinni í sumar en Víkingar eru með fjögur stig eftir þrjá leiki.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner