Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. maí 2018 20:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso-kvenna: Dramatík í Mosfellsbæ
Janet Egyr gerði jöfnunarmark Aftureldingar/Fram. Hér er hún í leik með Víkingi Ólafsvík.
Janet Egyr gerði jöfnunarmark Aftureldingar/Fram. Hér er hún í leik með Víkingi Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Afturelding/Fram 1 - 1 Hamrarnir
0-1 Rakel Sjöfn Stefánsdóttir ('62)
1-1 Janet Egyr ('90)

Það voru tveir leikir í Inkasso-deild kvenna í dag. Sá fyrri endaði með sigri Hauka á Sindra en sá seinni var í Mosfellsbæ.

Þar fékk sameiginlegt lið Afturelding og Fram heimsókn frá Akureyrarliðinu Hömrunum.

Marklaust var í hálfleik en fyrsta mark leiksins var skráð á 62. mínútu og var það Rakel Sjöfn Stefánsdóttir sem skoraði það fyrir gestina að norðan.

Það stefni í öflugan sigur Hamranna, alveg þangað til í uppbótartíma þegar Janet Egyr jafnaði. Egyr hefur síðustu ár spilað í Ólafsvík en fyrir þetta tímabil samdi hún við Aftureldingu/Fram.

Jafntefli niðurstaðan. Hamrarnir eru með tvö stig eftir tvo leiki, Afturelding/Fram hefur eitt stig.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner