Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 19. maí 2018 17:00
Ingólfur Stefánsson
Marotta er bjartsýnn vegna Emre Can
Mynd: Getty Images
Guiseppe Marotta stjórnarformaður Juventus gaf sterklega í skyn í dag að Emre Can leikmaður Liverpool væri á leið til ítalska liðsins í dag.

Þýski miðjumaðurinn er samningslaus í sumar og hefur verið orðaður við Juventus í allan vetur. Hann mun að öllum líkindum yfirgefa Liverpool eftir fjögurra ára dvöl hjá félaginu.

Juventus leiða kapphlaupið um þennan 24 ára leikmann og Marotta er bjartsýnn á að hann muni skrifa undir hjá liðinu í júní.

Marotta sagði: „Emre Can? Ég er mjög bjartsýnn. Þið sjáið það á brosinu mínu."

Can er nú staddur með Liverpool liðinu á Marbella á Spáni þar sem liðið undirbýr sig fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar næstu helgi.

Can gæti þó verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Liverpool en hann hefur ekki spilað síðan í mars vegna bakmeiðsla.



Athugasemdir
banner
banner
banner