Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 19. maí 2018 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho um leikplan Chelsea: Langir boltar á Giroud
Mourinho og Antonio Conte, stjóri Chelsea, fyrir leik.
Mourinho og Antonio Conte, stjóri Chelsea, fyrir leik.
Mynd: Getty Images
„Þeir spiluðu bara löngum boltum á Giroud svo hann gæti flikkað honum áfram," sagði grautfúll Jose Mourinho á Wembley-leikvanginum í dag.

Mourinho hafði séð sitt lið, Manchester United, tapa fyrir sínu gamla félagi, Chelsea, í úrslitum enska bikarsins.

Sjá einnig:
Enski bikarinn: Chelsea meistari (Staðfest)

„Mér fannst liðið mitt standa sig frábærlega varnarlega án þess að þurfa að verjast. Við þegar kom að stöðum og skiptinum vorum við með stjórnina."

„Þegar þú spilar gegn liði sem spilar svona augljósan fótbolta, þá er auðvelt að aðlagast því. Ég hélt við gætum ekki fengið á okkur mar, en Hazard er auðvitað mjög góður leikmaður."

„Það er betra að tapa eins og við gerðum í dag, en til dæmis eins og gegn Newcastle. Ég er ánægður með leikmennina."

Sjá einnig:
Mourinho: Við áttum skilið að vinna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner