Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. maí 2018 18:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Við áttum skilið að vinna
Mourinho hughreystir Alexis Sanchez að leikslokum.
Mourinho hughreystir Alexis Sanchez að leikslokum.
Mynd: Getty Images
Mourinho kveðst hafa saknað þess að hafa Lukaku inn á vellinum.
Mourinho kveðst hafa saknað þess að hafa Lukaku inn á vellinum.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, var ekki í sérlega góðu skapi þegar hann mætti í viðtal eftir tap gegn Chelsea í úrslitaleik enska bikarsins.

Jose er á því máli að sigur Chelsea hafi verið óverðskuldaður. „Ég óska þeim til hamingju vegna þess að þeir unnu, en þeir áttu ekki skilið að vinna leikinn."

„Ég óskaði þeim til hamingju. Ég er stjóri Manchester United og ég verð að sýna virðingu, ekki bara vegna þess að Chelsea er mitt fyrrum félag, þeir eru mótherjarnir í dag. Við áttum skilið að vinna," sagði Mourinho.

Mourinho segist vera forvitinn hvað gerist núna.

„Ég er nokkuð forvitinn að sjá hvað þið segið eða hvað fólk skrifar vegna þess að ef mitt lið spilar eins og Chelsea gerði þá get ég rétt ímyndað mér hvað fólk myndi segja. Ég er forvitinn."

„Það var erfitt fyrir okkur að spila án Lukaku gegn liði sem verst allan tímann á níu mönnum. Þú þarft að hafa leikmann með hans nærveru inn á vellinum."

„Öll töp eru svekkjandi en ég fer heim með þá tilfinningu að við gáfum allt; ég sé ekki eftir neinu."

„Þeir eru ekki heimskir hjá Chelsea. Þeir vita að við erum án Lukaku og Fellaini og setja því átta eða níu leikmenn fyrir framan teiginn, þeir vissu að þeir myndu hafa betur gegn okkur í beinskeytta leiknum. Við reyndum allar aðrar leiðir, en það gekk ekki pp."

„Það sem er hægt að taka frá þessum leik er að David de Gea snerti ekki boltann. Hann snerti boltann í netinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner