Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   lau 19. maí 2018 16:07
Ingólfur Stefánsson
Palli Gísla: Fínt að geta spilað 11 á móti 11
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páll Viðar Gíslason þjálfari Magna var sáttur eftir fyrsta sigur liðsins í Inkasso deildinni í sumar. Liðið vann Víking Ólafsvík 1-0 í Boganum á Akureyri í dag.

„Það er allt annað upplit á mér núna en eftir erfiða byrjun á útivöllum í fyrstu tveimur leikjunum."

Magni fékk tvö rauð spjöld í tapi gegn Haukum í síðustu umferð.

„Það var gaman að geta spilað 11 á móti 11 núna, það fór svolítið í okkur síðast. En þetta var jafn leikur, Víkingur Ólafsvík er með hörkulið en það sem skildi á milli er að okkur langaði hrikalega mikið að koma okkur á kortið í þessari Inkasso deild."

„Við erum með flottan hóp. Stærsta breytingin núna er að við höfum efni á því að missa menn í bönn og meiðsli, það er höfuðverkur að velja í liðið."

„Viðbrögðin hjá þeim sem komu inn í liðið í dag voru þannig að það verður áfram erfitt að velja í liðið."


Magnamenn eru nú með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leikina.

„Við vissum að þetta yrði erfitt. Þess vegna er mikilvægt að verja heimavöllinn og Boginn er okkar annar heimavöllur en við komumst vonandi á Grenivík fyrir næsta heimaleik."

Viðtalið við Pál má sjá í heild sinni hér að ofan. Smelltu hér til þess að lesa nánar um leikinn.
Athugasemdir
banner
banner