Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   mið 19. júní 2013 17:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða Aftureldingar 
Birkir og Arnór til Charlton á reynslu
Mynd: Heimasíða Aftureldingar
Bræðurnir Arnór Snær og Birkir Þór Guðmundssynir, leikmenn Aftureldingar, munu um miðjan júlí halda til Englands á reynslu hjá enska félaginu Charlton Athletic.

Þeir munu dvelja í tíu daga yta og æfa og spila æfingaleiki með Charlton

Arnór Snær er fæddur árið 1993 en hann er varnar og miðjumaður. Arnór er fyrirliði Aftureldingar í 2. deildinni.

Birkir Þór er fæddur árið 1997 og spilar sem miðjumaður en hann er fyrirliði 3. flokks Aftureldingar. Báðir hafa þeir spilað með Aftureldingu allan sinn feril og hafa þeir einnig báðir spilað með yngri landsliðum Íslands.
Athugasemdir
banner