Björgvin Stefánsson framherji Hauka skoraði þrjú mörk í 4-0 sigri á Gróttu á heimavelli í kvöld. Haukar hafa því unnið alla þrjá heimaleiki sína í 1. deildinni og eru með níu stig eftir sjö umferðir.
Öll mörk Hauka komu eftir varnar og/eða markmannsmistök.
Öll mörk Hauka komu eftir varnar og/eða markmannsmistök.
Lestu um leikinn: Haukar 4 - 0 Grótta
„Ég fékk góðar sendingar innfyrir frá varnarmönnum Gróttu. Ég þurfti síðan ekki að hafa mikið fyrir því að skora úr færunum," sagði Björgvin sem var ekki nægilega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði.
„Við vorum ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik þrátt fyrir að vera marki yfir. Við tókum okkur saman í andlitinum í hálfleik og ákváðum að halda forystunni og bæta í og það tókst."
Björgvin hefur nú skorað sex mörk í 1. deildinni í sumar og er næst markahæstur eftir sjö leiki.
„Ég bjóst við að fara markalaus í gegnum þetta tímabil. Ég er því að koma sjálfum mér á óvart," sagði Björgvin að lokum.
Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir