Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
   fös 19. júní 2015 21:56
Arnar Daði Arnarsson
Bjöggi Stef: Bjóst við að fara markalaus í gegnum tímabilið
Björgvin skoraði þrjú í kvöld.
Björgvin skoraði þrjú í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björgvin Stefánsson framherji Hauka skoraði þrjú mörk í 4-0 sigri á Gróttu á heimavelli í kvöld. Haukar hafa því unnið alla þrjá heimaleiki sína í 1. deildinni og eru með níu stig eftir sjö umferðir.

Öll mörk Hauka komu eftir varnar og/eða markmannsmistök.

Lestu um leikinn: Haukar 4 -  0 Grótta

„Ég fékk góðar sendingar innfyrir frá varnarmönnum Gróttu. Ég þurfti síðan ekki að hafa mikið fyrir því að skora úr færunum," sagði Björgvin sem var ekki nægilega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði.

„Við vorum ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik þrátt fyrir að vera marki yfir. Við tókum okkur saman í andlitinum í hálfleik og ákváðum að halda forystunni og bæta í og það tókst."

Björgvin hefur nú skorað sex mörk í 1. deildinni í sumar og er næst markahæstur eftir sjö leiki.

„Ég bjóst við að fara markalaus í gegnum þetta tímabil. Ég er því að koma sjálfum mér á óvart," sagði Björgvin að lokum.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner