Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. júní 2017 08:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Asensio: Ég verð að sýna auðmýkt
Asensio í leik með Real Madrid.
Asensio í leik með Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Marco Asensio er nafn sem fótboltaunnendur munu væntanlega heyra meira af í framtíðinni.

Þessi strákur leikur með spænska stórveldinu Real Madrid, en hann skoraði þrennu er spænska U21 árs landsliðið vann Makedóníu 5-0 á Evrópumótinu á laugardag.

„Við vissum að fyrsti leikur okkar yrði flókinn vegna þess að við þyrftum að byrja vel. Mér fannst við eiga frábæran leik á móti góðu liði, sem gerði okkur erfitt fyrir," sagði Asensio eftir sigurinn.

Asensio er aðeins 21 árs gamall, en hann er nú þegar farinn að spila með stjörnuprýddu liði Real Madrid. Hann kom m.a. inn á í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og skoraði er Real vann 4-1 sigur á Juventus.

„Ég verð að vera auðmjúkur og halda áfram að vinna. Hrósið má ekki stíga mér til höfuðs," sagði hann.



Athugasemdir
banner
banner
banner