Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. júní 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bertrand ætlar að hjálpa fórnarlömbum brunans
Bertrand ætlar að hjálpa til.
Bertrand ætlar að hjálpa til.
Mynd: Getty Images
Ryan Bertrand hefur slegist í hóp með Hector Bellerin og Raheem Sterling í því að hjálpa fórnarlömbum stórbrunans sem átti sér stað í Lundúnum, síðastliðinn miðvikudag.

Hinn 27 ára gamli Bertrand fór á Twitter og útskýrði þar að hann vildi hjálpa með því að gera meira en að gefa pening.

Stórbruni myndaðist í Grenfell-turninum í Lundúnum á miðvikudag. Það er búið að staðfesta það að 30 hafi látist í brunanum og þá er 58 manns enn saknað og tala látinna gæti því hækkað.

„Ég fór í Grenfell-turninn í gær," skrifaði Bertrand á Twitter á laugardag og útskýrði svo nánar.

„Ég vil hjálpa til, ekki bara með því að gefa pening. Ég get ekki hugsað um öll svörin, en ég get gert það sem ég tel að er nauðsynlegt," skrifaði hann enn fremur.

„Ég ætla að byrja á því að hjálpa fórnarlömbum brunans að finna sér nýtt húsnæði."







Athugasemdir
banner
banner
banner