Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. júní 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Nær KR aðeins að rétta úr kútnum?
Það hefur ekki gengið sem skildi hjá Willum.
Það hefur ekki gengið sem skildi hjá Willum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það eru þónokkrir leikir í fótboltanum hér á landi í dag.

Það er Pepsi-deild karla sem er í aðalhlutverki, en þar eru fjórir leikir. Áttunda umferðin hófst í gær með tveimur leikjum og í dag lýkur henni með fjórum leikjum til viðbótar.

ÍA fær Fjölni í heimsókn, Íslandsmeistarar FH taka á móti Víkingi Reykjavík og Víkingar úr Ólafsvík spila gegn Stjörnunni. Lokaleikur dagsins er svo leikur KR og Breiðabliks í Vesturbænum.

Gengi KR í sumar hefur verið afleitt og það er spurning hvort þeir nái eitthvað að rétta út kútnum í dag. Það væri góð byrjun.

Það er einnig leikið í 1. og 2. deild kvenna sem og 4. deild karla í dag, en hér að neðan má sjá alla leiki dagsins.

mánudagur 19. júní

Pepsi-deild karla 2017
19:15 ÍA-Fjölnir (Norðurálsvöllurinn)
19:15 FH-Víkingur R. (Kaplakrikavöllur)
19:15 Víkingur Ó.-Stjarnan (Ólafsvíkurvöllur)
20:00 KR-Breiðablik (Alvogenvöllurinn)

4. deild karla 2017 A-riðill
20:00 Kórdrengir-Ísbjörninn (Framvöllur - Úlfarsárdal)

4. deild karla 2017 C-riðill
20:00 Léttir-Kóngarnir (Hertz völlurinn)
20:00 Hrunamenn-Ýmir (Flúðavöllur)

1. deild kvenna
19:15 Keflavík-HK/Víkingur (Nettóvöllurinn)

2. deild kvenna
19:15 Álftanes-Augnablik (Bessastaðavöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner