Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 19. júní 2017 10:00
Elvar Geir Magnússon
Mbappe vill bara fara fyrir Real Madrid
Hugurinn leitar til Madrídar.
Hugurinn leitar til Madrídar.
Mynd: Getty Images
Ungstirnið Kylian Mbappe hefur sagt Mónakó að hann vilji bara yfirgefa félagið fyrir Real Madrid. Spænskir fjölmiðlar greina frá þessu.

Mbappe hefur verið orðaður við mörg félög, þar á meðal Arsenal og Liverpool, en Marca segir að hugur Mbappe leiti til Real. Lengi hefur leikmaðurinn haldið með Real á Spáni.

Þessi 18 ára sóknarmaður skoraði 26 mörk í öllum keppnum á síðasta tímabili en óvissan varðandi framtíð Cristiano Ronaldo eykur líkurnar á því að hann fari til Madrídar.

Florentino Perez, forseti Real, er mikill aðdáandi Mbappe en hann hefur verið þekktur fyrir Galactico leikmannakaup sín þar sem hann opnar veskin og kaupir stærstu stjörnur Evrópu.
Athugasemdir
banner