Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mán 19. júní 2017 22:28
Elvar Geir Magnússon
Milos: Dómarinn væntanlega ekki með 20x zoom linsu
Milos Milojevic.
Milos Milojevic.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Mér finnst að allt sem dómarinn dæmir eigi að standa og hann segir víti," sagði Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafntefli við KR í kvöld en KR jafnaði á flautumarki úr vítaspyrnu í lokin. Vítið var dæmt eftir að Gunnleifur Gunnleifsson braut á Guðmundi Andra Tryggvasyni.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Breiðablik

„Ég þarf að sjá hvort þetta var víti eða ekki, mér fannst þetta soft og engin snerting. Mér fannst það af því sem ég sá, ég sé kannski ekki vel. Aðaldómari leiksins stóð ekki þannig að hann gæti séð þetta nema hann sé með linsur sem zooma 20x fyrir hann. Væntanlega er hann ekki með það," bætti hann við.

„Annars átti leikurinn ekki að ráðast á síðustu stundu. Við áttum næg færi til að ganga frá leiknum og vera skynsamari í seinni hálfleik. Þá hættum við að spila okkar leik og lúðruðum boltanum fram og biðum eftir löngum boltum aftur og aftur. Það hlyti að detta eitthvað. Ég er svekktur með að ein varnarfærsla í lokin klikkar og maður sleppur í gegn og vítaspyrna."

Nánar er rætt við Milos í sjónvarpinu að ofan en hann segir að liðið hafi spilað eins og börn í leiknum.

Athugasemdir