„Mér finnst að allt sem dómarinn dæmir eigi að standa og hann segir víti," sagði Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafntefli við KR í kvöld en KR jafnaði á flautumarki úr vítaspyrnu í lokin. Vítið var dæmt eftir að Gunnleifur Gunnleifsson braut á Guðmundi Andra Tryggvasyni.
Lestu um leikinn: KR 1 - 1 Breiðablik
„Ég þarf að sjá hvort þetta var víti eða ekki, mér fannst þetta soft og engin snerting. Mér fannst það af því sem ég sá, ég sé kannski ekki vel. Aðaldómari leiksins stóð ekki þannig að hann gæti séð þetta nema hann sé með linsur sem zooma 20x fyrir hann. Væntanlega er hann ekki með það," bætti hann við.
„Annars átti leikurinn ekki að ráðast á síðustu stundu. Við áttum næg færi til að ganga frá leiknum og vera skynsamari í seinni hálfleik. Þá hættum við að spila okkar leik og lúðruðum boltanum fram og biðum eftir löngum boltum aftur og aftur. Það hlyti að detta eitthvað. Ég er svekktur með að ein varnarfærsla í lokin klikkar og maður sleppur í gegn og vítaspyrna."
Nánar er rætt við Milos í sjónvarpinu að ofan en hann segir að liðið hafi spilað eins og börn í leiknum.
Athugasemdir