Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 19. júní 2017 11:00
Elvar Geir Magnússon
Mino Raiola: Væri best fyrir Balotelli að vera í Nice
Balotelli áfram í Frakklandi?
Balotelli áfram í Frakklandi?
Mynd: Getty Images
Umboðsmaðurinn Mino Raiola segir að það séu miklar líkur á því að hann verði áfram hjá franska félaginu Nice.

Ítalski sóknarmaðurinn hjálpaði Nice að komast í Meistaradeildina en samningur hans rennur út í lok mánaðarins og verður hann þá á frjálsri sölu.

Balotelli hefur verið orðaður við Borussia Dortmund en Raiola telur að best væri í stöðunni ef leikmaðurinn tæki annað tímabil í Nice.

„Ég mun funda með Nice. Það væri rétt að hann myndi vera þar áfram," segir Raiola sem var einnig spurður út í möguleika á því að Balotelli snúi aftur í landsliðshóp Ítalíu.

„Ef hann skorar 20 mörk fyrir HM þá á hann skilið að fara með á mótið. En ég veit ekki hvernig Gian Piero Ventura hugsar."
Athugasemdir
banner
banner
banner