Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 19. júní 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Morata gæti hafnað Man Utd fyrir Conte
Morata er mikið í fréttum.
Morata er mikið í fréttum.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Alvaro Morata gæti hafnað Manchester United og farið til Chelsea, þar sem hann vill vinna með Antonio Conte.

Man Utd hefur undanfarnar vikur verið líklegasta liðið til að krækja í Morata, en það gæti verið að breytast.

Morata vill fara frá Real Madrid eftir að hafa verið í varahlutverki á tímabilinu, hann byrjaði aðeins 14 leiki í spænsku úrvalsdeildinni.

Chelsea er víst að blanda sér í baráttuna um Morata og það gæti reynst áhyggjuefni fyrir Jose Mourinho, stjóra Man Utd.

Antonio Conte, stjóri Chelsea, reyndi að kaupa Morata til Chelsea síðasta sumar, en það gekk ekki upp hjá honum þá. Morata vill einn daginn spila undir stjórn Conte.

,Mér finnst ég skulda honum vegna þess að hann er þjálfarinn sem treysti mest á mig, vildi mig mest; samt hef ég aldrei fengið að vinna með honum. Ég er viss um að ég muni gera það fyrr eða síðar," sagði Morata um Conte við Guardian í apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner