Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 19. júní 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Petit: Hugarfar Sanchez er til fyrirmyndar
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Mynd: Getty Images
Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að sitt gamla félag þurfi fleiri leikmenn sem eru eins hungraðir og Alexis Sanchez.

Petit blandaði sér í umræðuna um Sanchez, en hann telur að Sílemaðurinn muni bíða og sjá hvaða leikmenn Arsene Wenger fær til félagsins áður en hann tekur ákvörðun um framtíðina.

„Hann (Sanchez) er sigurvegari. Viðhorf hans og hugarfar eru til fyrirmyndar í hverjum einasta leik. Ég get séð það af hverju Arsene vill halda honum," sagði Petit við Mirror.

„Það er ekkert ákveðið í augnablikinu og ég tel að Sanchez sé að bíða eftir því að sjá hvaða leikmenn koma í sumar áður en hann tekur ákvörðun um framíð sína."

Samningur Sanchez við Arsenal rennur út næsta sumar, en hann hefur verið orðaður við Man City, Bayern og Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner