Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 19. júní 2017 09:20
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo hefur sagt Mendes að koma sér til Man Utd
Powerade
Ronaldo heldur áfram að hertaka slúðrið.
Ronaldo heldur áfram að hertaka slúðrið.
Mynd: Getty Images
Bakayoko til Chelsea?
Bakayoko til Chelsea?
Mynd: Getty Images
Silva vill vinna Meistaradeildina.
Silva vill vinna Meistaradeildina.
Mynd: Getty Images
Það er kominn mánudagur. Ronaldo slúðrið heldur áfram!

Cristiano Ronaldo (32), framherji Real Madrid og portúgalska landsliðsins hefur sagt umboðsmanni sínum, Jorge Mendes, að ganga frá draumaskiptum yfir til Manchester United. (Sun)

Jose Mourinho, stjóri United, hefur hinsvegar ekki mikinn áhuga á Ronaldo þar sem hann telur hann vera á leið niður brekkuna. (Diaio Gol)

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, hefur hringt í Ronaldo til að reyna að fá hann til að vera áfram hjá Spánarmeisturunum. (Marca)

Manchester United mun bjóða 183 milljónir punda auk markvarðarins David de Gea í skiptum fyrir Ronaldo og spænska sóknarmanninn Alvaro Morata. (Tuttosport)

Ef De Gea fer til Madrída þá gæti Manchester United reynt að fá Gianluigi Donnarumma (18) frá AC Milan í hans stað (Calciomercato)

AC Milan gæti gert tilboð í markvörðinn Joe Hart (30) hjá Manchester City ef Donnarumma fer. Hart var á láni hjá Torino á síðasta tímabili. (Daily Express)

Félög á Ítalíu, Spáni, Tyrklandi, Bandaríkjunum og Kína hafa áhuga á Wayne Rooney (31), sóknarmanni Manchester United. Enn er mögulegt að hann verði áfram á Old Trafford. (Times)

Juventus vill fá 5 milljónir punda fyrir Dani Alves (34) en Manchester City hefur áhuga á að fá þennan reynda bakvörð. Pep Guardiola fékk Alves til Barcelona frá Sevilla á sínum tíma. (BBC)

Chelsea mun leggja meira í að reyna að fá brasilíska vinstri bakvörðinn Alex Sandro (26) frá Juventus og franska miðjumanninn Tiemoue Bakayoko (22) frá Mónakó. (Guardian)

Ítalski miðjumaðurinn Marco Verratti (24) vill yfirgefa Paris St-Germain og fara til Barcelona. (Gazzetta dello Sport)

Barcelona hyggst virkja klásúlu í samningi Gerard Deulofeu, vængmanns Everton og Spánar. Everton myndi þá fá 10,5 milljónir punda fyrir hann. (Times)

Marco Asensio (21) gæti beðið um að yfirgefa Real Madrid ef félagið kaupir leikmenn sem gætu hamlað spiltíma hans. Arsenal, Liverpool og Juventus hafa spurst fyrir um spænska sóknarmiðjumanninn. (Diario Gol)

Liverpool er áfram í viðræðum við Roma um vængmanninn Mohamed Salah (25) en mun ekki bjóða meira en 35 milljónir punda í egypska landsliðsmanninn. (Sky Sports)

Everton gæti farið yfir 60 milljóna punda eyðslu í glugganum með því að kaupa Sandro Ramirez (21), sóknarmann Malaga og Spánar. (Daily Star)

Southampton hefur áhuga á austurríska varnarmanninum Kevin Wimmer (24) en vill að Tottenham lækki 20 milljóna punda kröfur sínar. (Daily Mirror)

Leicester City er að fara að staðfesta ráðningu á Michael Appleton sem verður aðstoðarmaður Craig Shakespeare. Félagið er að íhuga að gera annað tilboð í Jonny Evans (29), varnarmann West Brom og Norður-Írlands. (Daily Telegraph)

Warren Joyce (52), fyrrum stjóri Wigan, hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Melbourne City í áströlsku A-deildinni. Eigendur Manchester City eiga Melbourne en Joyce er fyrrum varaliðsþjálfari Manchester United. (BBC)

Takuma Asano (22), sóknarmaður Arsenal, verður áfram á láni hjá Stuttgart á næsta tímabili í stað þess að snúa aftur til Arsenal. Japanski framherjinn nær ekki að standast kröfur um atvinnuleyfi á Englandi. (Daily Express)

David Silva (31) hjá Manchester City segir að hann myndi leggja skóna á hilluna ef hann nær að vinna Meistaradeildina. Titil sem hann hefur verið að eltast við allan ferilinn. (Daily Mail)

John Terry (36) fyrrum fyrirliði Chelsea og Englands hefur verið myndaður við að spila golf með Steve Bruce. Það eykur umræðu um að hann muni ganga í raðir Aston Villa. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner