banner
mán 19.jún 2017 14:40
Elvar Geir Magnússon
Stoke vill gera nýjan samning við Shawcross
Shawcross í góðu skapi.
Shawcross í góðu skapi.
Mynd: NordicPhotos
Stoke vill binda fyrirliðann Ryan Shawcross sem fyrst en samningur hans rennur út eftir komandi tímabil.

Þá vill Stoke halda varnarmanninum Bruno Martins Indi sem kom á láni frá Porto á síðasta tímabili.

„Shawcross hefur verið frábær leikmaður fyrir félagið. Vonandi verður hann hér í mörg ár í viðbót," segir framkvæmdastjóri Stoke, Tony Scholes, um hinn 29 ára miðvörð.

Næsta tímabil verður ellefta tímabil Shawcross hjá Stoke en hann kom upphaflega á láni frá manchester United 2007.

Varðandi Hollendinginn Martins Indi bendir Scholes á að þetta snúist ekki bara um stoke og leikmanninn heldur líka Porto.

„Allt þarf að smella áður en hægt verður að ganga frá honum," segir Scholes en Stoke hafnaði í 13. sæti á síðasta tímabili. Það var lægsta niðurstaðan síðan Mark Hughes tók við stjórnartaumunum.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
banner
banner
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mán 13. nóvember 18:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 10. nóvember 16:30
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar | fim 09. nóvember 17:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mið 08. nóvember 20:40
Þórður Már Sigfússon
Þórður Már Sigfússon | mið 25. október 13:25
Björn Berg Gunnarsson
Björn Berg Gunnarsson | þri 10. október 13:30
Valur Páll Eiríksson
Valur Páll Eiríksson | fim 07. september 15:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | þri 05. september 13:05
föstudagur 24. nóvember
Landslið - A-kvenna HM 2019
00:00 Slóvenía-Færeyjar