banner
   þri 19. júní 2018 23:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
4.deild: 4 leikir voru á dagskrá - Ýmir með góðan sigur
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Getty Images
Fjórir leikir voru á dagskrá í 4.deild karla í kvöld, þrírí A-riðli og einn í B-riðli.

Í A-riðli sigraði topplið Ýmis lið Bjarnarins með fjórum mörkum gegn engu. Liðið skoraði tvö mörk í sitthvorum hálfleiknum og er í góðum málum.

Ýmir 4 - 0 Björninn
1-0 Davíð Magnússon ('5)
2-0 Samúel Arnar Kjartansson ('44)
3-0 Birgir Ólafur Helgason ('64)
4-0 Hörður Magnússon ('68)

Þá sigraði Hamar lið Berserkja með tveimur mörkum gegn engu. Samuel Andrew Malson skoraði bæði mörk Hamars í fyrri hálfleik.

Hamar 2 - Berserkir
1-0 Samuel Andrew Malson ('18)
2-0 Samuel Andrew Malson ('31)

Þá sigraði Stál-úlfur lið KB á útivelli. Stál-úlfur komst tveimur mörkum yfir snemma leiks með mörkum frá Nemanja Pjevic og Ronald Andre Olguín González. Helgi Óttarr Hafsteinsson minnkaði muninn skömmu síðar. Ekkert var skorað fyrr en undir lok leiks þegar Egill Örn Egilsson skoraði úr vítaspyrnu. Það var síðan David Zezulka sem innsiglaði góðan sigur Stál-úlfs.

KB 1 - 4 Stál-úlfur
0-1 Nemanja Pjevic ('9)
0-2 Ronald González ('17)
1-2 Helgi Óttarr Hafsteinsson ('22)
1-3 Egill Örn Egilsson ('81)
1-4 David Zezulka ('85)

Í B-riðli spilaði Elliði við Úlfana. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum en það gerði lið Elliða. Markið skoraði Pétur Óskarsson strax á 18. mínútu.

Elliði 1 - 0 Úlfarnir
1-0 Pétur Óskarsson ('18)

Athugasemdir
banner
banner
banner