þri 19. júní 2018 07:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Átta leikir í þessari umferð Draumaliðsdeildar Eyjabita
Markaðurinn lokar í dag
FH spilar tvisvar í þessari umferð í Draumaliðsdeild Eyjabita.
FH spilar tvisvar í þessari umferð í Draumaliðsdeild Eyjabita.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Eyjabiti
Markaðurinn í Draumaliðsdeild Eyjabita lokar klukkan 17:00 í kvöld en klukkutíma síðar hefst leikur Stjörnunar og ÍBV í Pepsi-deild karla.

Þessi umferð er eilítið sérstök í Draumaliðsdeild Eyjabita og í henni eru átta leikir. Það er einn leikur í kvöld og einn leikur á morgun en í þessum leikjum spila lið sem eru að taka þátt í Evrópukeppni. Það er svo spiluð heil umferð 1. og 2. júlí en markaðurinn í Draumaliðsdeild Eyjabita opnar ekki aftur fyrr en umferðinni lýkur 2. júlí.

Gerðu breytingar á þínu liði áður en markaðurinn lokar í kvöld!

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Stórglæsileg verðlaun
Sjöunda árið í röð stendur Fótbolti.net fyrir Draumaliðsleik í Pepsi-deild karla. Þriðja árið í röð er harðfiskvinnslan Eyjabiti aðalstyrktaraðili deildarinnar sem rekin er af Fóbolta.net í samstarfi við Íslenskan toppfótbolta eins og síðustu ár.

Þjálfari stigahæsta liðsins í Draumaliðsdeildinni í lok móts fær ferð fyrir tvo á leik í enska boltanum með Gaman ferðum sem og harðfisk frá Eyjabita.

Eyjabiti gefur reglulega harðfisk fyrir stigahæstu umferðirnar í sumar auk þess sem að þjálfari draumaliðsins sem er á toppnum eftir 11 umferðir fær tvær fríar gistinætur á Grýtubakka við Grenivík fyrir 6-8 manns. Sjá nánar hér.

Leikurinn í stuttu máli
Þú færð 100 milljónir króna til að kaupa 15 leikmenn úr Pepsi-deildinni. Leikmennirnir fá síðan stig fyrir frammistöðu sína á vellinum en mörg atriði eru tekin inn í reikninginn í stigagjöfinni.

Leikir umferðarinnar:

Í dag:
18:00 Stjarnan-ÍBV (Samsung völlurinn)

Á morgun:
20:00 Valur-FH (Origo völlurinn)

1. júlí:
16:00 ÍBV-Grindavík (Hásteinsvöllur)
16:00 KA-Breiðablik (Akureyrarvöllur)
17:00 Keflavík-Valur (Nettóvöllurinn)
19:15 Fjölnir-Fylkir (Extra völlurinn)
19:15 KR-Víkingur R. (Alvogenvöllurinn)

2. júlí:
20:00 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner