Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 19. júní 2018 10:00
Elvar Geir Magnússon
Gelendzhik
Birkir Már: Ekki hægt að vera hræddur fyrir fótboltaleiki
Icelandair
Birkir eftir leikinn gegn Argentínu.
Birkir eftir leikinn gegn Argentínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var vel útfærður leikur af okkar hálfu, sérstaklega varnarlega. Við gerðum akkúrat það sem við ætluðum að gera. Það er gaman að skoða klippur úr leiknum og sjá hvað við gerðum mikið rétt," segir Birkir Már Sævarsson landsliðsmaður um Argentínuleikinn.

Í aðdraganda leiksins talaði Birkir um að það væri ekkert að gera hann stressaðan að vera að fara að mæta Lionel Messi, einum besta fótboltamanni sögunnar.

„Maður getur ekki verið hræddur fyrir fótboltaleiki. Þetta er bara áskorun og gaman að mæta þeim bestu. Við sýndum að við getum það alveg á góðum degi."

Viðbrögðin hafa verið rosaleg eftir úrslitin og fjölmargir tjáð sig um þau.

„Það eru margir búnir að hafa samband og maður hefur lesið mikið af fréttum. Það er stútfullt af fréttum um Ísland út um allt. Maður kíkir á fréttirnar heima og svo skoða ég líka fréttirnar frá þeim stöðum sem ég hef búið á. Það er mikið fjallað um Ísland," segir Birkir.

„Þetta var sögulegur leikur og geggjað að fá að taka þátt í honum."

Eiginkona Birkis var meðal áhorfenda á leiknum og móðir hans einnig.

„Konan og mamma voru mætt. Börnin fengu að vera heima. Þær mæta á næsta leik líka. Það er gott að þær ákváðu að mæta," segir Birkir sem tjáði sig svo um komandi leik, viðureignina gegn Nígeríu á föstudag.

„Þetta verður aðeins öðruvísi leikur. Ég býst ekki við svona rólegheitar-spili fyrir utan boxið hjá okkur, það verður meira keyrt á okkur. Nígeríumenn eru beinskeyttari."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner