Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 19. júní 2018 11:30
Elvar Geir Magnússon
Birkir Már talaði við Rasmus eftir fótbrotið - „Skelfilegt að sjá þetta"
Icelandair
Rasmus Christiansen.
Rasmus Christiansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson fylgist grannt með því sem er í gangi hjá hans mönnum í Val meðan hann er í Rússlandi. Birkir var í hótelherbergi sínu og náði að horfa á síðasta leik Valsmanna, 1-0 sigurinn á ÍBV á Hásteinsvelli.

Liðsfélagi Birkis, danski varnarmaðurinn Rasmus Christiansen, fótbrotnaði illa í leiknum og verður lengi frá.

„Ég horfði á leikinn og vissi um leið að þetta væri eitthvað alvarlegt. Það var skelfilegt að sjá þetta," segir Birkir.

„Ég er búinn að heyra í honum. Aðgerðin gekk vel og nú tekur bara við langt og strangt ferli hjá gamla. Vonandi verður hann kominn fljótt á völlinn aftur. Hann hefur verið óheppinn með meiðsli en vonandi kemur hann til baka á æfingar sem fyrst."

„Rasmus er algjör toppmaður sem við viljum endilega hafa með okkur á æfingum og í leikjum."

Valsmenn eru komnir á kunnuglegan stað, þeir eru á toppi deildarinnar. Þeir eiga leik gegn FH á morgun.

„Ég er í sambandi við strákana og reyni að horfa á alla leiki sem eru sýndir. Það er búið að ganga frábærlega, sem betur fer," segir Birkir Már Sævarsson.

Sjá einnig:
Lýsir því þegar Rasmus fótbrotnaði - Sá löppina hanga
Birkir Már: Ekki hægt að vera hræddur fyrir fótboltaleiki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner