Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 19. júní 2018 11:03
Ívan Guðjón Baldursson
Dele Alli meiddist gegn Túnis
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að Dele Alli sé á leið í röntgenmyndatöku eftir 2-1 sigur Englendinga gegn Túnis í fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins.

Alli meiddist á læri en ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru. Alli byrjaði leikinn en var skipt útaf á 80. mínútu, fyrir Ruben Loftus-Cheek.

Alli er lykilmaður í enska landsliðinu þar sem hann spilar sem framliggjandi miðjumaður.

Næsti leikur Englendinga er gegn Panama, áður en liðið mætir Belgíu í væntanlegum úrslitaleik um toppsæti riðilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner