Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 19. júní 2018 09:06
Magnús Már Einarsson
Gylfi hitaði ekki upp með liðinu
Icelandair
Gylfi og Frikki sjúkraþjálfari á skokkinu.
Gylfi og Frikki sjúkraþjálfari á skokkinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson tók ekki þátt í upphitun með öðrum landsliðsmönnum á æfingu í dag.

Þol og styrktarþjálfarinn Sebastian Boxleitner var með alla leikmenn í upphitun með sérstökum teygjum en á sama tíma voru Gylfi og Friðrik Ellert Jónsson sjúkraþjálfari á skokki.

Fjölmiðlar fá einungis að fylgjast með fyrstu 15 mínútunum á æfingum landsliðsins og því er ekki vitað hvort Gylfi hafi tekið frekari þátt á æfingunni eða einungis verið með Friðriki í séræfingum.

Gylfi meiddist á hné í leik með Everton í mars en hann kom við sögu í báðum vináttuleikjum Íslands fyrir HM.

Hann spilaði síðan allan leikinn gegn Argentínu á laugardaginn og hljóp mest allra í liði Íslands.

Vonandi er að Gylfi verði klár í slaginn þegar Ísland mætir Nígeríu á föstudaginn en líklega hefur verið um varúðarráðstöfun að ræða á æfingu í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner