banner
   þri 19. júní 2018 15:30
Elvar Geir Magnússon
Hægt internet kom í veg fyrir að Birkir gat séð mynd um sjálfan sig
Icelandair
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á dögunum sýndi RÚV heimildarmyndina Síðasta áminningin þar sem sjálfsmynd og hugarfar Íslendinga var skoðað út frá sögu landsliðsins.

Rætt var við þrjá leikmenn í myndinni en einn af þeim er Birkir Már Sævarsson.

Birkir sækir ekki mikið í sviðsljósið og er ekki vanur því að kvikmyndatökufólk elti sig hvert fótmál. Í myndinni er hann sýndur í sínu daglega lífi.

„Það var bara gaman. Ég er ekki vanur því að taka þátt í svona hlutum en leist vel á hugmyndina. Þessir gaurar voru mjög almennilegir og það var gaman að taka þátt í þessu. Það var líka gaman að sjá viðbrögðin við myndinni. Hún virðist eingöngu fá jákvæð viðbrögð," segir Birkir.

Hann sjálfur hefur þó ekki náð að sjá myndina.

„Ég ætlaði að reyna það og netið var eitthvað hægt. Ég náði fyrsta korterinu en svo datt þetta út. Ég ætla að bíða með þetta þar til ég kemst í almennilegt internetsamband," segir Birkir.

Hann segist ánægður með pælinguna í myndinni.

„Þetta er aðeins öðruvísi en skemmtilegt. Það er frábært að fá annan vinkil á þetta en það sem er alltaf í gangi."
Birkir Már: Ekki hægt að vera hræddur fyrir fótboltaleiki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner