Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 19. júní 2018 14:02
Ívan Guðjón Baldursson
HM: Japan lagði tíu leikmenn Kólumbíu
Mynd: Getty Images
Kólumbía 1 - 2 Japan
0-1 Shinji Kagawa ('6, víti)
1-1 Juan Quintero ('39)
1-2 Yuya Osaka ('73)
Rautt spjald: Carlos Sanchez, Kólumbía ('3)

Kólumbía tapaði óvænt fyrir Japan í fyrsta umferð H-riðils á Heimsmeistaramótinu.

Leikurinn byrjaði skelfilega fyrir Kólumbíu þegar Carlos Sanchez varði skot frá Shinji Kagawa með hendi innan vítateigs.

Dómarinn var ekki lengi að dæma vítaspyrnu og rautt spjald og skoraði Kagawa sjálfur úr spyrnunni.

Kólumbíumenn voru sterkir þrátt fyrir að vera færri og jöfnuðu með marki beint úr aukaspyrnu. Juan Quintero skaut undir vegginn og plataði markvörð Japana, sem hefði þó getað gert betur.

Japanir tóku öll völd á leiknum í síðari hálfleik og gerði Yuya Osaka verðskuldað sigurmark með skalla eftir hornspyrnu.

Liðin eru með Póllandi og Senegal í æsispennandi riðli. Kólumbía mætir Pólverjum næst og eiga Japanir leik við Senegal.
Athugasemdir
banner