Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. júní 2018 17:01
Ívan Guðjón Baldursson
HM: Senegal hafði betur gegn Póllandi
Mynd: Getty Images
Pólland 1 - 2 Senegal
0-1 Thiago Cionek ('37, sjálfsmark)
0-2 M'Baye Niang ('60)
1-2 Grzegorz Krychowiak ('86)

Pólverjar mættu Senegölum í áhugaverðum og nokkuð jöfnum leik.

Senegalar komust yfir í fyrri hálfleik þegar skot frá Idrissa Gana Gueye, miðjumanni Everton, fór af varnarmanni Pólverja og í netið.

Pólverjar reyndu að minnka muninn en fundu engar leiðir í gegnum vörn Senegala, sem tvöfölduðu forystuna eftir skelfileg varnarmistök eftir stundarfjórðung af síðari hálfleik.

Grzegorz Krychowiak átti þá hörmulega sendingu frá miðju sem átti að rata aftur á Wojciech Szczesny í markinu en dreif ekki hálfa leið. Misskilningur varð svo til þess að hvorki Jan Bednarek né Szczesny náðu til knattarins, heldur M'Baye Niang sem var nýkominn á völlinn eftir að hafa farið af honum vegna meiðsla.

Niang er leiftursnöggur og er engin leið að ná honum þegar hann sleppur í gegn.

Pólland reyndi að minnka muninn en fann fáar glufur á vörn Senegala. Það var Krychowiak sem minnkaði muninn með skallamarki eftir aukaspyrnu þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum, en nær komst Pólland ekki og er úrslitaleikur við Kólumbíu framundan.
Athugasemdir
banner
banner
banner