Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. júní 2018 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Hörður segist ekki geta verið sáttari með matinn
Icelandair
Það er mikilvægt að strákarnir séu vel nærðir.
Það er mikilvægt að strákarnir séu vel nærðir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir
Það fer vel um strákana á hótelinu sem þeir velja í Kabardinka í Rússlandi á meðan á HM í Rússlandi stendur.

Líklega það mikilvægasta er þó að maturinn sem strákarnir fá sé hollur og góður og leikmenn og starfslið nærist vel.

Hinrik Ingi Guðbjargarson Kirill Dom Ter-Martirosov

Öll ábyrgð er því að þeim tveimur kokkum sem fylgja íslenska landsliðinu og elda ofan í liðið, þeim Hinriki Inga Guðbjargarsyni og Rússanum, sem þó hefur búið á Íslandi frá unglingsaldri, Kirill Dom Ter-Martirosov.

Hörður Björgvin Magnússon vinstri bakvörður íslenska landsliðsins segist vera mjög svo ánægður með matinn sem landsliðið hefur fengið á meðan dvöl þeirra í Rússlandi hefur staðið yfir.

„Við gætum ekki verið sáttari að fá tvo kokka með út og hvað þá Kiril sem bjó hér í einhver 12 ár. Þetta er lúxus að fá tvo íslenska kokka til að elda fyrir sig góðan íslenskan mat," sagði Hörður aðspurður út í matinn sem þeir hafa fengið.

Viðtalið í heild sinni við Hörð má sjá hér að neðan.
Hörður Björgvin: Víðir bar á sig sólarkrem í klukkutíma
Athugasemdir
banner
banner
banner