Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 19. júní 2018 16:31
Ívan Guðjón Baldursson
Liðslæknirinn segir allt vera í góðu með Neymar
Mynd: Getty Images
Neymar sást yfirgefa æfingasvæði brasilíska landsliðsins sárþjáður í dag en liðslæknir Brasilíu er búinn að staðfesta að ekki sé um meiðsli að ræða.

Óttast var að Neymar hefði meiðst aftur á sama ökkla og í vor, þegar hann þurfti að fara í aðgerð, en nú er ljóst að ekki um meiðsli er að ræða heldur aðeins óþægindi.

Liðslæknirinn segir eymslin koma í kjölfarið af 1-1 jafntefli Brasilíu gegn Sviss, þar sem brotið var á Neymar tíu sinnum.

„Neymar fann fyrir sársauka í ökklanum eftir leikinn gegn Sviss, þar sem var mikið brotið á honum," sagði Rodrigo Lasmar, liðslæknir Brassa.

„Hann fór fyrr af æfingu til að geta jafnað sig fyrr. Hann æfir aftur með liðinu á morgun."
Athugasemdir
banner
banner