þri 19. júní 2018 11:08
Elvar Geir Magnússon
Með tæplega 4 þúsund áhorfendur á leik - Fá 45 þúsund manna leikvang
Icelandair
Volgograd leikvangurinn.
Volgograd leikvangurinn.
Mynd: Getty Images
Ein af ástæðum þess að fleiri þjóðir sækjast ekki eftir því að halda stórmót er notagildi leikvanga eftir að mótinu lýkur. Til að geta haldið svona risastórt mót þarf marga stóra leikvanga.

Leikvangarnir sem notaðir voru á HM í Brasilíu eru til dæmis margir hverjir í niðurníðslu, meira að segja hinn sögufrægi Maracana leikvangur.

Leikur Íslands og Nígeríu á föstudaginn fer fram á glænýjum velli, Volgograd Arena, sem reistur var fyrir mótið. Hann tekur 45.568 áhorfendur í sæti.

Eftir mótið verður völlurinn svo heimavöllur Rotor Volgograd, liðs sem endaði í 17. sæti rússnesku B-deildarinnar á síðasta tímabili.

Rotor var aðeins með 3.700 áhorfendur á leik að meðaltali á tímabilinu svo það má búast við því að áhorfendur verði eins og 'krækiber í helvíti' á nýjum og glæsilegum velli.
Athugasemdir
banner
banner
banner