banner
   þri 19. júní 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mexíkóar í vandræðum í enn eitt skiptið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FIFA hefur hafið rannsókn vegna hegðunnar stuðningsmanna Mexíkó á leiknum við Þýskaland á HM í gær.

Hópur stuðningsmanna Mexíkó söng niðrandi söngva í garð samkynhneigða á leiknum í gær. Til að mynda var þessi söngur sunginn þegar Manuel Neuer, markvörður Þjóðverja, gerði sig klárann í að taka markspyrnu á 24. mínútu.

Mexíkóar hafa oft og mörgum sinnum komið sér í vandræði fyrir að syngja niðrandi í garð samkynhneigða og hefur knattspyrnusambandið þar í landi oftar en ekki verið sektað. Knattspuyrnusambandið í Mexíkó hefur biðlað til stuðningsmanna að hætta þessum söngvum.

Mexíkó vann Þýskaland óvænt 1-0 í gær en næsti leikur liðsins við Suður-Kóreu á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner