Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 19. júní 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Okocha vill breytingar á nígeríska liðinu gegn Íslandi
Icelandair
Okocha og Guðni Bergsson spiluðu saman hjá Bolton.
Okocha og Guðni Bergsson spiluðu saman hjá Bolton.
Mynd: Getty Images
Jay-Jay Okocha, einn þekktasti leikmaðurinn í sögu nígeríska landsliðsins, hefur trú á að Nígeríumenn geti gert betur gegn Íslandi á föstudag heldur en í 2-0 tapinu gegn Króatíu um síðustu helgi.

Okocha var ekki ánægður með liðsuppstillingu Nígeríu gegn Króatíu en þar var John Obi Mikel fremstur á miðju og þeir Alex Iwobi og Victor Moses á köntunum.

„Við fengum ekki það besta úr Alex Iwobi og Victor Moses því að þjálfarinn var að reyna að koma Obi Mikel í liðið," sagði Okocha reiður eftir leikinn gegn Króatíu.

„Við höfðum ekki skapandi leikmann í dag (á laugardag). Mikel hefur verið góður liðsmaður fyrir landsliðið en hans besta staða er fyrir framan vörnina. Við sáum hvað hann gerði þegar hann spilaði með Chelsea og átti stórkostlegan feril."

„Mest skapandi leikmaðurinn í liðinu er Alex Iwobi en hann var á kantinum. Hann getur spilað á kantinum hjá Arsenal því þeir hafa betri leikmenn framarlega á miðju eins og Mesut Özil. Ástæðan fyrir tapinu er að við spiluðum bestu leikmönnum okkar úr stöðu."

„Því miður töpuðum við í dag en við megum ekki gefast upp. Ég tel að við getum lagað mistökin sem við sáum hér og komið sterkari til baka gegn Íslandi."


Hér að neðan má sjá byrjunarlið Nígeríu gegn Króatíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner