banner
   þri 19. júní 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þarf að fara 17 ár aftur í tímann til að finna svipaðan árangur
Geggjaður.
Geggjaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og margoft hefur komið fram er Heimir Guðjónsson að gera magnaða hluti með HB í Færeyjum.

Heimir tók við HB eftir að FH kaus að nýta sér ekki þjónustu hans lengur. HB, sem er stærsta félagið í Færeyjum, var í mikilli lægð áður en Heimir kom en hann hefur reist félagið upp.

HB er á toppi færeysku úrvalsdeildarinnar 37 stig eftir 14 leiki. Liðið lagði B36 að velli í gær, 2-1 en í leiknum spiluðu Brynjar Hlöðversson og Grétar Snær Gunnarsson með HB. Brynjar hefur verið lykilmaður hjá HB en Grétar er nýkominn á láni frá FH.

HB hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu. Sá tapleikur kom 18. mars síðastliðinn.

Á vefsíðu bolt.fo kemur fram að HB hafi með sigri sínum í gær afrekað eitthvað sem ekkert lið hefur afrekað í Færeyjum frá 2001. Það þarf að fara 17 ár aftur í tímann til að finna lið úr færeysku úrvalsdeildinni sem náði í eins mikið af stigum eftir jafnmarga leiki.

Magnaður árangur hjá Heimi og félögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner