Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 19. júní 2024 11:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Von á yfirlýsingu frá Vestra í dag
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn Fylkis voru sakaðir um kynþáttaníð í garð leikmanna Vestra af Davíð Smára Lamude, þjálfara Vestra, eftir leik liðanna í Bestu deildinni í gær.

Davíð Smári sagði eftirfarandi í viðtali við Stöð2Sport/Vísi: „Það eru hlutir sem gerast hérna í dag fyrir utan fótboltann sem sitja í manni. Ummæli frá leikmönnum Fylkis, rasísk ummæli í garð minna leikmanna, sem ég er ekki sáttur með."

„Við erum að vinna þetta innan okkar raða, þurfum smá tíma í það og fá frið til þess, komum vestur í nótt," sagði Jón Háldán Pétursson við Fótbolta.net. Hann er framkvæmdastjóri Vestra.

Davíð Smári talaði í fleirtölu um bæði leikmenn Vestra og leikmenn Fylkis. Einn er einum of mikið, en var meira en einn leikmaður Fylkis með kynþáttaníð og varð meira en einn fyrir því?

„Ég á eftir að ná utan um það. Við fórum af stað heim strax eftir leik, á eftir að ná utan um leikmenn og ræða við þá. Það mun koma yfirlýsing frá okkur í dag. Ég þarf að ná yfir þetta mál," sagði Jón Hálfdán.

Stjórn Fylkis er meðvituð um stöðuna og er von á svörum þaðan. Þá ræddi starfsfólk KSÍ um málið í morgun en það var ekki formlega komið inn á borð til sambandsins þegar Fótbolti.net ræddi við yfirmann fótboltamála fyrr í dag.
Athugasemdir
banner
banner