Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
   sun 19. júlí 2015 19:11
Hafliði Breiðfjörð
1. deild: Grindavík fór létt með Fjarðabyggð
Alex Freyr Hilmarsson skoraði og lagði upp hjá Grinavík í dag.
Alex Freyr Hilmarsson skoraði og lagði upp hjá Grinavík í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjarðabyggð 0 - 3 Grindavík
0-1 Jósef Kristinn Jósefsson ('18)
0-2 Alejandro Jesus Blzquez Hernandez ('68)
0-3 Alex Freyr Hilmarsson ('94)
Rautt spjald: Jóhann Ragnar Benediktsson , Fjarðabyggð ('44)

Fjarðabyggð mistókst að halda 2. sætinu í 1. deild karla þegar Grindavík kom í heimsókn og rúllaði yfir þá á Eskifirði.

Jósef Kristinn Jósefsson skoraði mark beint úr hornspyrnu á 18. mínútu leiksins og það var ekki til að bæta það fyrir heimamenn þegar Jóhann Ragnar Benediktsson fékk að líta rauða spjaldið á lokamínútu fyrri hálfleiks fyrir að hrækja í átt að Magnúsi Björgvinssyni framherja Grindavíkur.

Spánverjinn Alejandro Hernandez bætti öðru marki við fyrir Grindavík um miðjan síðari hálfleikinn eftir stoðsendingu frá Alex Frey Hilmarssyni.

Alex Freyr skoraði svo þriðja markið í uppbótartíma og lokastaðan 3-0 fyrir Grindavík.

Grindavík komið í 5. sæti deildarinnar með 20 stig og fjórum stigum frá Fjarðabyggð í 3. sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner