Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. júlí 2017 20:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM kvenna: England lék sér að Skotum
Flottur sigur hjá Englandi í Utrecht í kvöld.
Flottur sigur hjá Englandi í Utrecht í kvöld.
Mynd: Getty Images
England 6 - 0 Skotland
1-0 Jodie Taylor ('11)
2-0 Jodie Taylor ('26)
3-0 Ellen White ('32)
4-0 Jodie Taylor ('53)
5-0 Jordan Nobbs ('87)
6-0 Toni Duggan ('94)

England átti ekki í neinum vandræðum með að leggja nágranna sína frá Skotlandi að velli í seinni leik dagsins á EM kvenna í Hollandi.

Englendingar eru til alls líklegir á þessu móti.

Jodie Taylor skoraði tvisvar snemma og Ellen White sá til þess að staðan var 3-0 í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum bætti England við þremur mörkum til viðbótar. Jodie Taylor fullkomnaði þrennu sína og Jordan Nobbs og Toni Duggan gerðu hin mökin, 6-0 sigur Englands staðreynd.

Frábær byrjun hjá Englandi, en Skotar þurfa að hysja upp um sig brækurnar. Skotar voru í riðli með Íslandi í undankeppninni. Þar vann Ísland örugglega í Skotlandi, en Skotar unnu á Laugardalsvelli.

Nú er fyrstu umferð riðlakeppninnar á EM í Hollandi lokið. Ísland tapaði sínum fyrsta leik naumlega gegn Frakklandi, en möguleikarnir eru enn til staðar, svo sannarlega.

Umferð tvö hefst strax á morgun, en Ísland spilar næst á laugardaginn gegn Sviss. Það er lykilleikur!


Athugasemdir
banner
banner