mið 19. júlí 2017 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Get ekki sagt að ég sé ánægður
Mourinho er ekki glaður með gluggann.
Mourinho er ekki glaður með gluggann.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er pirraður yfir því hvernig sumarið hefur verið hingað til.

Mourinho vill bæta við sig fjórum leikmönnum, en honum hefur hingað til aðeins tekist að fá tvo.

United hefur keypt Victor Lindelöf og Romelu Lukaku, en Mourinho segir að það sé erfitt að kaupa leikmenn í dag.

„Við viljum alltaf meira," sagði Mourinho þegar hann ræddi við ESPN. „Við getum alltaf bætt okkur, og ég get ekki sagt að ég sé ánægður með félagaskiptagluggann okkar."

„Það sem ég get sagt er að þetta er erfiður gluggi og ég kenni ekki neinum um, svona er þetta bara. Markaðurinn er að fara í þá átt að það er erfitt að fá leikmenn, nánast ómögulegt."

„Við hugsuðum um að fá fjóra leikmenn til að styrkja hópinn okkar, en það er erfitt. Ef okkur tekst að fá þriðja, en gleymum fjórða, þá verð ég ánægður," sagði Mourinho að lokum.

Ivan Perisic er sagður á leið til Manchester United, en talið er að Mourinho vilji einnig fá miðjumann.
Athugasemdir
banner
banner