Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mið 19. júlí 2017 16:30
Arnar Daði Arnarsson
Rakel Hönnu: Á EM 2013 var þetta mestmegnis fjölskyldumeðlimir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rakel Hönnudóttir byrjaði á varamannabekknum í gær þegar Ísland og Frakkland mættust í fyrsta leik liðanna í Evrópumótinu sem haldið er í Hollandi.

Rakel hefur verið að glíma við meiðsli á nára og eina sem Freyr tilkynnti á fréttamannafundi fyrir leik var það að Rakel myndi byrja á bekknum. Meira vissu Íslendingar ekki.

„Ég er öll að koma til. Ég finn ekkert til lengur og hef verið að æfa mjög vel og það gengur vel. Ég verð með á öllu á æfingunni á eftir. Ég held að ég sé orðin nokkuð klár," sagði Rakel sem telur sig vera klára fyrir átökin á laugardaginn þegar Ísland mætir Sviss. Það var þó að heyra á henni að henni þætti það ólíklegt, miðað við spilamennsku Íslands í leiknum í gær.

„Það vilja allir byrja leikinn en liðið stóð sig frábærlega í gær og eina sem maður getur gert er að standa sig vel á æfingum. Maður ræður ekki byrjunarliðinu sjálfur."

„Við spiluðum geggjaðan varnarleik og maður var klappandi og öskrandi liðið áfram," sagði Rakel sem er á sínu þriðja stórmóti og finnst uppgangurinn vera mikill.

„Það var frábært að sjá allar þessar bláu treyjur í stúkunni og allir syngjandi og trallandi með. Á EM 2013 var þetta mestmegnis fjölskyldumeðlimir, ömmur og afar, mömmur og pabbar og það voru ennþá færri árið 2009. Þetta er alveg geggjað og það er fullt af fólki sem maður þekkir ekki neitt," sagði norðanmærin að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner