Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 19. ágúst 2013 10:16
Magnús Már Einarsson
Elfar Árni farinn heim af sjúkrahúsi
Elfar Árni á sjúkrahúsinu í gærkvöldi.
Elfar Árni á sjúkrahúsinu í gærkvöldi.
Mynd: Instagram
Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, er farinn heim af sjúkrahúsi eftir að hafa verið fluttur þangað í skyndi í leik liðsins gegn KR í gær.

Elfar Árni missti meðvitund eftir höfuðhögg á fjórðu mínutu leiksins og í kjölfarið var leik hætt.

Í gærkvöldi fór Elfar í heilaskanna þar sem niðurstöður voru góðar. Elfar dvaldi síðan á sjúkrahúsi í nótt en í morgun fékk hann leyfi til að fara heim.

,,Líðan hans er orðin góð," sagði Borghildur Sigurðardóttir formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks við Fótbolta.net í dag.

,,Hann fékk morgunmat á spítalanum í dag og fór síðan heim. Hann er allur að braggast."

Sjá einnig:
Leikur Breiðabliks og KR flautaður af eftir óhugnalegt atvik
Fréttatilkynning: Líðan Elfars eftir atvikum góð
Óli Kristjáns: Mikilvægt að allir sýni nærgætni í þessu
Mynd: Elfar Árni brosandi á sjúkrahúsinu
Athugasemdir
banner
banner