þri 19. ágúst 2014 20:42
Brynjar Ingi Erluson
1. deild: Tindastóll fallið - Selfoss og Leiknir skildu jöfn
Andri Adolphsson skoraði tvö fyrir ÍA í kvöld
Andri Adolphsson skoraði tvö fyrir ÍA í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll er fallið um deild
Tindastóll er fallið um deild
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þremur leikjum var að ljúka í fyrstu deild karla en ÍA fór þar illa með Tindastól og sigraði með fimm mörkum gegn einu. Leiknismenn gerðu 2-2 jafntefli við Selfyssinga. Tindastóll er fallið eftir leiki kvöldsins.

ÍA var ekki í vandræðum með Tindastól á Akranesvellinum í kvöld. Trúbadorinn, Hallur Flosason, gerði fyrsta mark leiksins fyrir Skagamenn áður en Garðar Bergmann Gunnlaugsson hélt uppteknum hætti og skoraði annað mark leiksins.

Andri Adolphsson bætti við þriðja marki ÍA áður en Garðar Bergmann skoraði sitt annað mark í leiknum. Andri var ekki minni maður og bætti við öðru marki sínu áður en Tindastóll fór að klóra í bakkann.

Árni Einar Adolfsson og Fannar Örn Kolbeinsson minnkuðu muninn undir lok leiks en lokatölur í dag 5-2 ÍA í vil. Tindastóll er því fallið úr fyrstu deildinni en liðið mun leika í 2. deild á næsta tímabili.

Selfoss og Leiknir gerðu 2-2 jafntefli. Luka Jagacic kom Selfyssingum yfir áður en Andri Fannar Stefánsson jafnaði metin. Einar Ottó Antonsson fékk að líta sitt annað gula spjald á 40. mínútu leiksins og þar með rautt og fimm mínútum síðar var Hilmar Árni Halldórsson búinn að skora úr vítaspyrnu fyrir gestina.

Haukur Ingi Gunnarsson jafnaði fyrir heimamenn í síðari hálfleik en lokatölur á JÁVERK-vellinum voru 2-2.

KA og BÍ/Bolungarvík gerðu þá 1-1 jafntefli. Stefán Þór Pálsson kom KA yfir áður en Nigel Quashie jafnaði metin. Lokatölur 1-1 en BÍ/Bolungarvík er með 21 stig í tíunda sæti á meðan Grindavík er í sjöunda sæti með 23 stig.

Úrslit og markaskorarar:

KA 1 - 1 BÍ/Bolungarvík
1-0 Stefán Þór Pálsson ('22 )
1-1 Nigel Quashie ('47 )

Selfoss 2 - 2 Leiknir R.
1-0 Luka Jagacic ('30 )
1-1 Andri Fannar Stefánsson ('35 )
1-2 Hilmar Árni Halldórsson ('45, víti )
2-2 Haukur Ingi Gunnarsson ('63 )
Rautt spjald: Einar Ottó Antonsson ('40, Selfoss )

ÍA 5 - 2 Tindastóll
1-0 Hallur Flosason ('35 )
2-0 Garðar Bergmann Gunnlaugsson ('45 )
3-0 Andri Adolphsson ('49 )
4-0 Garðar Bergmann Gunnlaugsson ('53 )
5-0 Andri Adolphsson ('66 )
5-1 Árni Einar Adolfsson ('75 )
5-2 Fannar Örn Kolbeinsson ('83 )
Athugasemdir
banner
banner