Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA í fyrstu deild karla, var að vonum ánægður með 5-2 sigur liðsins á Tindastól í kvöld.
ÍA vann Tindastól með fimm mörkum gegn tveimur. Andri Adolphsson og Garðar Bergmann Gunnlaugsson skoruðu báðir tvö mörk en Hallur Flosason gerði hitt markið.
,,Tilfinningin er að sjálfsögðu góð, góð þrjú stig en dálítið furðulegur leikur. Við fengum urmul af færum í þessum leik og áttum að gera fleiri mörk," sagði Gunnlaugur við Fótbolta.net í kvöld.
,,Maður er dálítið súr að fá á okkur þessi tvö mörk undir lokin. Það var reyndar lítið hægt að gera við fyrra markinu sem var frábært en seinna markið úr horni eigum við ekki að fá gegn okkur."
,,Það voru margir góðir punktar og ég er ánægður með þessi þrjú stig," sagði hann ennfremur.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir