Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. ágúst 2014 19:13
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd og Sporting staðfesta samkomulag um Rojo
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur komist að samkomulagi við Sporting Lisbon um kaup á Marcos Rojo en þetta kemur fram á heimasíðum beggja liða.

Rojo, sem er 24 ára gamall varnarmaður, átti magnað mót með argentínska landsliðinu á HM í sumar en hann var valinn í úrvalslið mótsins.

Manchester United hefur verið á eftir honum í sumar en Sporting vildi upphaflega ekki leyfa honum að fara.

Hann fór í verkfall og neitaði að æfa en baðst síðar afsökunar á framferði sínu. Manchester United og Sporting hafa nú náð samkomulag um kaup og sölu á leikmanninum en hann á einungis eftir að semja um kaup og kjör og gangast undir læknsskoðun.

Luis Nani, sem hefur leikið með Manchester United undanfarin ár fer til Sporting á láni út tímabilið en hann kannast vel við sig þar enda lék hann þar áður en hann gekk til liðs við Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner