Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 19. ágúst 2017 16:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. deild kvenna: ÍR gerði HK/Víkingi greiða
ÍR vann Þrótt R..
ÍR vann Þrótt R..
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK/Víkingur ætlar sér í Pepsi.
HK/Víkingur ætlar sér í Pepsi.
Mynd: Aðsend
Það voru fjórir leikir í 1. deild kvenna í dag. Þessi deild er gríðarlega spennandi og hefur spilast skemmtilega.

Toppbaráttan varð ef eitthvað er meira spennandi eftir þessa leiki sem voru að klárast núna.

Topplið Selfoss tapaði gegn ÍA í gær og Þróttur R. sem er í öðru sæti tapaði í dag gegn ÍR í leik sem var í beinni textalýsingu á Fótbolta.net. Þar var eitt mark skorað og það gerði Mykaylin Rosenquist fyrir ÍR.

ÍR-ingar spiluðu einum færri síðasta korterið, en það kom ekki að sök. Flottur sigur hjá ÍR í þessum leik.

Þessi úrslit hjálpa HK/Víkingi mikið. HK/Víkingur hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum og þær lentu í frekar kröppum dansi gegn Sindra á Höfn í Hornafirði í dag.

HK/Víkingur lenti tvisvar undir í leiknum, en þær unnu á endanum flottan sigur. Þær eru með 30 stig, tveimur stigum frá Selfossi og Þrótturum. Toppbaráttan er gríðarlega spennandi.

Víkingur Ólafsvík reif sig síðan upp af botninum með 2-1 sigri á Tindastóli. Nú vermir Tindastóll botnsætið.

Sindri 2 - 3 HK/Víkingur
1-0 Phoenetia Browne ('18)
1-1 Karólína Jack ('34)
2-1 Phoenetia Browne ('40)
2-2 Ísafold Þórhallsdóttir ('45)
2-3 Ísafold Þórhallsdóttir ('62)

Víkingur Ó. 2 - 1 Tindastóll
1-0 Fehima Líf Purisevic ('24)
1-1 Kolbrún Ósk Hjaltadóttir ('46)
2-1 Mary Essiful ('48)

Þróttur R. 0 - 1 ÍR
0-1 Mykaylin Rosenquist ('4)
Rautt spjald: Andrea Magnúsdóttir, ÍR ('75)
Lestu nánar um leikinn

Úrslit úr leik Hamrana og Keflavíkur koma inn síðar.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner