Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. ágúst 2017 16:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Víðir setur pressu - 15 ára aðalmaðurinn á Króknum
Úr leik Víðis og Vestra.
Úr leik Víðis og Vestra.
Mynd: Sigurjón J. Sigurðsson
Akil De Freitas skoraði tvö fyrir Sindra.
Akil De Freitas skoraði tvö fyrir Sindra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru fimm leikir í 2. deild karla er 17. umferð lauk. Magni og Njarðvík gerðu jafntelfi í gær, en það er spenna á toppnum og á botninum í 2. deildinni. Það getur margt gerst.

Víðir úr Garði er á skriði. Þeir höfðu betur gegn Hugin frá Seyðisfirði í dag og eru núna búnir að vinna fjóra leiki í röð.

Víðismenn eru í þriðja sæti deildarinnar og eru aðeins einu stigi frá Magna, sem er í öðru sæti deildarinnar.

Möguleikar Aftureldingar eru býsna litlir eftir tap gegn Fjarðabyggð í dag. Eina markið skoraði Zoran Vujovic úr vítaspyrnu þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Fjarðabyggð komst upp úr fallsæti með þessum sigri, en þeir sendu KV niður í 11. sætið.

KV tapaði 3-0 gegn Völsungi á Húsavík. Völsungur er í fimmta sæti með 26 stig, sex stigum frá öðru sætinu.

Að lokum burstaði Tindatól Hött á heimavelli þar sem hinn 15 ára gamli Jón Gísli Eyland Gíslason skoraði eitt mark og lagði upp þrjú. Og þá vann botlið Sindra sinn fyrsta leik í sumar, þeir kláruðu Vestra 3-0. Vestri er í fallbaráttu, þeir eru með 20 stig.

Völsungur 3 - 0 KV
1-0 Arnþór Hermannsson ('4)
2-0 Elvar Baldvinsson ('5)
3-0 Bjarki Baldvinsson ('83)

Tindastóll 6 - 1 Höttur
1-0 Jón Gísli Eyland Gíslason ('7)
2-0 Gregory Thomas Conrad ('27)
3-0 Gregory Thomas Conrad ('45)
4-0 Jack Clancy ('55)
5-0 Ragnar Þór Gunnarsson ('68)
6-0 Ragnar Þór Gunnarsson ('78)
6-1 Markaskorara vantar ('89)

Huginn 0 - 1 Víðir
0-1 Markaskorara vantar ('8)

Afturelding 0 - 1 Fjarðabyggð
0-1 Zoran Vujovic ('80, víti)

Vestri 0 - 3 Sindri
0-1 Akil De Freitas ('20)
0-2 Akil De Freitas ('50)
0-3 Mate Paponja ('72)
0-3 Misnotað víti, Vestri ('90)




Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner